Þorstein þekkja margir sem sundlaugarvörð, en hann er líka manna fróðastur um náttúru og sögu Hríseyjar. Hátt í áttatíu þáttakendur voru í sólstöðugöngunni. Í lok göngunnar var staldrað við á veitingahúsinu Brekku.
Í Hrísey eru merktar gönguleiðir og upplýsingaskilti á helstu viðkomustöðum. Allir sem ganga austur á eyjuna ættu að setjast niður í orkulautinni og upplifa fjallið Kaldbak sem gefur frá sér yfirnáttúrulegan kraft. Hvatastaðir eru fornbýli niður við sjó á austanverðri eyjunni. Þar eru tóttir og garðar vel sýnilegir. Um 1700 voru Hvatastaðir löngu komnir í eyði og túnið lyngi vaxið en annars er lítið um staðinn vitað.
Auðvelt er að ganga merktar leiðir í Hrísey á eigin vegum, en við Hvatastaði þarf að hafa alla gát, því snarbratt er niður í sjó. Frá Hrísey má sjá mikla ljósadýrð við mismunandi birtuskilyrði. Þannig sjást blossar frá Grímsey þegar sólin glampar á bílrúður eyjaskeggja. Í myrkri sjást ljósin á Dalvík, Árskógssandi, Hauganesi, Grenivík og bjarmi frá Akureyri. Þá er Hrísey sannkallaður nafli Eyjafjarðar.
Nú líður að því að viðgerðum á Gamla Syðstabæjarhúsinu ljúki. Húsið verður til sýnis frá og með 8. júlí, en síðan liggur fyrir að setja þar upp sýningar um sögu hákarlaveiða við utanverðan Eyjafjörð.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30