Fimmtudagskvöld 22. júlí kl. 20. Minjasafnið á Akureyri - Lög ungafólksins - Egill og Eik.
Tónlistarvinirnir Egill og Eik hafa samið og flutt tónlist saman um ára raðir þrátt fyrir ungan aldur. Í lok júlí kemur út fyrsta plata þeirra, Lygasögur, sem er 10 laga plata með frumsömdu efni og textum sem eru allir á íslensku. Á tónleikunum flytja þau frumsamið efni í bland við þekktar dægurflugur.
Tónleikarnir eru hluti sýningarinnar Tónlistarbærinn Akureyri og hefjast kl. 20, sýningar safnsins verða opnar frá kl. 19.
Aðgangur 500 kr - Safnakortið gildir.
Viðburðurinn er styrktur af SSNE
Laugardaginn 24. júlí kl. 16-17 Minjasafnið á Akureyri - Flamenco dúett
Reynir del Norte og Einar Scheving leiða saman hesta sína í ógleymanlegri Flamenco veislu á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri. Þar sem íslenskar dægurperlur verða fluttar í flamenco útsetningu!
Gítarleikarinn Reynir del Norte hefur búið um árabil í Granada, Spáni þar sem hann hefur fengist við Flamenco tónlist. Slagverksleikarann Einar Scheving þarf vart að kynna verandi einn af framlínumönnum í tónlist síðustu áratugi. Þeir hafa verið að einbeita sér að íslenskri tónlist í flamencio útsetningu. Þau lög verða flutt á tónleiknum ásamt eigin tónsmíðum Reynis.
Á dagskránni verða m.a. flutt:
Vísur Vatnsenda, Stál og hnífur,
Dagný, Dýravísur, Nú Brennur tú í mær - auk flamenco eftir Reyni.
Sunnudagurinn 25. júlí kl. 15. Davíðshús - Davíðsljóð: ljóðlist, tónlist og minningarbrot.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 11-17
Laufás opið daglega 11-17 til 15. september
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-17
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30