„Teppin eru unnin þannig að við hönnuðum okkar munstur í pappír sem við síðan klipptum út og útfærðum í textíl. Við notuðum síðan saumavélar til að festa niður. Veggteppin eiga að lýsa fjölbreytileika mannlífsins á Akureyri. Við erum öll einstök en þegar við komum saman myndum við eina heild. „ sagði Hulda Karen Ingvarsdóttir fulltrúi 6. bekks Síðuskóla. Í teppinu má einnig sjá afmælismerki bæjarins ásamt afmælisárinu.
Markmið er að varðveita valin verk sem skólarnir unnu að í tilefni afmælisársins og er verk krakkanna úr Síðuskóla hið fyrsta sem tekið er til varðveislu. Hver veit nema að þau mæti til að skoða eigin verk á 200 ára afmæli bæjarins 2062?
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30