Það er skemmtilegur siður að taka mynd við jólatréð.
Það er skemmtilegur siður að taka mynd við jólatréð.

Nú líður að árlegri jólasýningu safnsins þar sem fjallað er um jólasiði og jólasveina.  Í ár er þemað jólaföt.  Átt þú jólaföt eða myndir til að lána á sýninguna? 

Í ár söfnum við heimildum um siðinn að fá nýja flík fyrir jólin og jólaföt almennt. Átt þú jólaföt til að lána okkur? Buxur, vesti, kjól eða skó?Kannski náttföt? Það er hefðbundið á mörgum heimilum að taka ljósmynd af fjölskyldunni í jólafötunum. Vilt þú lána okkur mynd á sýninguna? Myndir og fatnaður verða hluti af sýningunni sem opnar 21. nóvember og stendur til 10. Janúar. 

Tengiliður: ragna@minjasafnid.is