Nú líður að árlegri jólasýningu safnsins þar sem fjallað er um jólasiði og jólasveina. Í ár er þemað jólaföt. Átt þú jólaföt eða myndir til að lána á sýninguna?
Í ár söfnum við heimildum um siðinn að fá nýja flík fyrir jólin og jólaföt almennt. Átt þú jólaföt til að lána okkur? Buxur, vesti, kjól eða skó?Kannski náttföt? Það er hefðbundið á mörgum heimilum að taka ljósmynd af fjölskyldunni í jólafötunum. Vilt þú lána okkur mynd á sýninguna? Myndir og fatnaður verða hluti af sýningunni sem opnar 21. nóvember og stendur til 10. Janúar.
Tengiliður: ragna@minjasafnid.is
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30