Þetta jólakort gerði Elísabet Geirmundsdóttir, listakonan í Fjörunni (1915-1959). Elísabet var ómenntuð en hæfileikarík listakona sem fékk útrás fyrir sköpunarkraftinn í gegnum skúlptúra í tré og gips, jafnvel snjó, en líka málverk og teikningar. Í garði við húsið sem hún og maður hennar reistu sér við Aðalstræti 70 eru verk eftir hana úr steinsteypu. Minjasafnið á Akureyri fékk sannkallaða stórgjöf á haustmánuðum þegar börn Elísabetar færðu safninu listaverk hennar að gjöf. Þessi gjöf verður sýnileg á árinu 2016 á vefnum sarpur.is. Gleðileg jól. This is a Christmas card made by Elísabet Geirmundsdóttir (1915-1959) a gifted local artist who never got the opportunity to dedicate herself or study art. She expressed her artistic gift through sculptures and painting. In the fall of 2015 her children presented her works to Akureyri Museum. In 2016 they will be made public through our website sarpur.is. Merry Christmas.