Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, kom í góða heimsókn í skáldasöfnin á Akureyri, Nonnahús og Davíðshús. Haraldur Þór, safnstjóri og Sigfús Karlsson, formaður stjórnar Minjasafnsins á Akureyri fræddu hana um starf safnanna.
Nonnahús og Davíðshús eru ein rótgrónustu skáldasöfn á Íslandi. Nonnhús opnaði sem safn 1957 en Davíðhús varð að safni árið 1965. Davíðshús er varðveitt í upprunalegri mynd en í Nonnahúsi er sýning um Nonna og fjölskylduna sem þar bjó. Svo skemmtilega vildi til að þegar heimsókn ráðherra stóð sem hæst í Nonnahúsi birtust gestir frá Póllandi sem vilja færa safninu bækur á pólsku en starfsfólk safnsins hafði einungis vitað af einni útgefinni bók á pólsku.
Hlekkur á myndir úr heimsókn menntamálaráðherra maí 2021.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30