Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, kom í góða heimsókn í skáldasöfnin á Akureyri, Nonnahús og Davíðshús. Haraldur Þór, safnstjóri og Sigfús Karlsson, formaður stjórnar Minjasafnsins á Akureyri fræddu hana um starf safnanna.
Nonnahús og Davíðshús eru ein rótgrónustu skáldasöfn á Íslandi. Nonnhús opnaði sem safn 1957 en Davíðhús varð að safni árið 1965. Davíðshús er varðveitt í upprunalegri mynd en í Nonnahúsi er sýning um Nonna og fjölskylduna sem þar bjó. Svo skemmtilega vildi til að þegar heimsókn ráðherra stóð sem hæst í Nonnahúsi birtust gestir frá Póllandi sem vilja færa safninu bækur á pólsku en starfsfólk safnsins hafði einungis vitað af einni útgefinni bók á pólsku.
Hlekkur á myndir úr heimsókn menntamálaráðherra maí 2021.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30