Héraðssýningin  Hér á ég heima verður opnuð föstudagkvöldið 6. desember kl 20 í Kaffi Laufási, gamla prestshúsinu, í Grýtubakkahreppi. Sýningin er hluti af afmælissýningaröð Minjasafnsins á Akureyri sem varð 50 ára á síðasta ári.  Hún samanstendur af myndum og munum frá Grýtubakkahreppi.  Á opnuninni munu sagna- og kvæðafólk úr héraði leika á alls oddi og handverksfólk verður með jólamarkað.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir heimamenn og áhugasama til að koma saman og  rifja upp gamlar og góðar minningar. Maður er manns gaman. Sýningin er opin kl 13-17  laugardaginn 7. desember og  sunnudaginn 8. desember sem er  jólastarfsdagur i Gamla bænum. Það verður því mikið um að vera þessa helgi í Laufási.