Í tengslum við sýninguna vill safnið efla varðveislu á myndum úr einkaeigu. Hver veit nema í fjölskyldualbúminu leynist myndir sem ættu heima á safni? Föstudaginn 2. ágúst verður Hörður Geirsson, ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri, í Leikhúsinu á Möðruvöllum, og tekur stafræn afrit af myndum milli 13 og 17.
Þá fara stórskemmtilegir sagnamenn úr Hörgársveit á flug laugardaginn 9. ágúst, segja sögur úr sveitinni, bæði sennilegar og ósennilegar og spjalla við gesti og gangandi. Heitt verður á könnunni en ekki í kolunum.
Aðgangur er ókeypis á sýningarnar sem styrktar eru af Menningarráði Eyþings og Landsbankanum.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30