Hrekkjóttir jólasveinar verða í aðalhlutverki á Minjasafninu á Akureyri laugardaginn 14. desember kl 14 þegar Þórarinn Hannesson les úr nýútkominni ljóðabók sinni Um jólin. Ljóðin eru um hrekkjótta jólasveina en þeir leika stórt hlutverk í jólasýningu safnsins enda 82 að tölu.  Hrekkjóttur, forvitinn en meyr jólasveinn kemur á safnið þennan dag.  Hvað ætli hann segi þegar hann fréttir að við erum að kynnast 81 bræðrum hans og systrum? Ætli hann tapi sér úr spenningi í rannsóknarstofu jólasveinanna? Ætli hann reyni að ganga kringum gömlu jólatrén sem mynda skóg inní miðri sýningu? Eitt er víst að hann langar mikið til að hitta krakka, skoða með þeim sýninguna, sjá Flotsokku og Faldafeyki, kíkja inní smáveröld jólasveinanna en síðast en ekki síst syngja með skemmtilegum börnum á öllum aldri.  Minjasafnið er opið alla daga kl 13-17 til 6. janúar. Lokað er á hátíðisdögunum