Á athugunarsvæðinu eru um 100 hús og það nær til allra húsa við Aðalstræti og Hafnarstræti norður að Hafnarstræti 67 auk húsa við Lækjargötu og Spítalaveg og nýrri húsa við Naustafjöru, Duggufjöru og Búðarfjöru.
Húsakönnunin fer þannig fram að safnað er heimildum um byggingarsögu svæðisins og hvers húss fyrir sig og þær færðar inn í sérstakan gagnagrunn, svokallaða húsaskrá. Jafnframt því verður allt svæðið og hvert hús ljósmyndað. Að því loknu verður lagt mat á varðveislugildi húsa og götumynda sem síðan er lagt til grundvallar í nýju deiliskipulagi sem arkitektastofan Kollgáta er að vinna.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30