Nemendur 4. bekk Lundarskóla í matarefnafræði þorramats í Nonnahúsi.
Nemendur 4. bekk Lundarskóla í matarefnafræði þorramats í Nonnahúsi.

Þessa dagana er Ragna Gestsdóttir, fræðslufulltrúi, í efnafræðitilraunum með grunnskólanemendum í Nonnahúsi. Árlega tekur Ragna á móti næstum 4000 nemendum og kennurum. Eftir að hafa frætt og rætt við 1100 nemendur og kennara um dásemdir jólahefða í nóvember og desember þá tekur Þorrinn við með sínum matarhefðum, tækjum og tólum. Nonnahús breytist í tilraunastofu þar sem bragðlaukar eru reyndir og efnabreytingar í rjóma eru prófaðar. Eins og öllum heimsóknum fylgir mikill  undirbúningur. Þessari heimsókn fylgir hins vegar óvenjulegur mikill frágangur t.d. uppvask. Mjólkursamsalan styrkir safnið um ósíað skyr og mysu.

Safnfræðsla er eitt mikilvægasta verkefni safnsins og ein af lögbundnum skyldum safna sem við tökumst á við með ánægju með öðrum störfum. Við safnið hefur starfað safnkennari síðan 1995. Safnkennarinn gerir meira en bara skipuleggja skólaheimsóknir. Ragna er búin að taka á móti um 900 nemendum og kennurum frá áramótum með öðrum safnastörfum.

Fræðslustarfið nær til allra skólastiga frá leikskóla til háskóla. Ragna sér um fræðslu safnsins fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla í söfnunum okkar sem eru Davíðshús, Nonnahús, Leikfangahúsið, Laufás, Minjasafnskirkjan og Minjasafnið á Akureyri. Frá áramótum hefur

Þetta er meðal annars sem við gerum á safninu. Meira um fleira síðar.

Haraldur Þór safnstjóri.