Laugardaginn 7. nóvember  kl. 14:00 opnar ljósmynda- og sögusýningin „Í heimsókn hjá Helgu” á eftir myndlistarkonuna Dagbjörtu Brynju Harðardóttur Tveiten. Sýningin fjallar um líf og tilveru Helgu Jónsdóttur 94 ára frá Syðstabæ í Hrísey, alþýðukonu sem hefur lifað tímana tvenna. Sýningin gefur innsýn í líf einstakrar konu sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði.Aðgangur ókeypis á opnunina.