Inger Jensen vinnur með ullina í Gamla bænum í Laufási frá kl 9-18. Eftir að gestir Gamla bæjarins hafa fylgst með ullarþæfingu og fleiru geta þeir notið eyfirskra veitinga í Gamla Presthúsinu.
Sr. Solveig Lára, prestur í Möðruvallaklausturskirkju, messar undir berum himni á Gásum kl 11. Kirkjukórinn mun leiða sönginn undir styrkri stjórn organista kirkjunnar og að messu lokinni gefst messugestum kostur á að ganga um svæðið með Kristínu Sóleyju Björnsdóttur, verkefnisstjóra Gásaverkefnisins.
Nonnahús og Minjasafnið standa fyrir gönguferð um Nonnaslóð. Leiðsögumenn verða Brynhildur Pétursdóttir, safnstjóri Nonnahúss, og Haraldur Egilsson, safnkennari Minjasafnsins.
Í Hrísey verður sýning opnuð í Gamla Syðstabæjarhúsinu kl 14. Ásgeir Halldórsson segir frá félaginu Hákarla –Jörundi sem stendur fyrir endurbótum á húsinu. Auk þess verður margt annað um að vera í eyjunni þennan skemmtilega dag. Lifandi tónlist verður við Syðstabæjarhúsið, skoðunarferðir verða um eyjuna með traktor, Ölduhús verður opið, boðið veður uppá gönguferðir þar sem Þorsteinn Þorsteinsson leiðsegir og kaffihlaðborð verður á veitingahúsinu Brekku.
Aðgangur er ókeypis að sýningum Minjasafnsins, Gamla bænum í Laufási, Syðstabæjarhúsinu og Ölduhúsi ásamt þátttöku í gönguferðum.
Í tilefni dagsins mun Eyfar ehf veita afslátt af fargjöldum í Hríseyjarferjuna.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa