Á jólum 1905 í Haganesi í Mývatnssveit. Heimafólk situr við borð með kaffikræsingum. Í bakgrunninum má greina jólatré með logandi kertum. Ekki eru til margar myndir af jólatrjám í heimahúsum frá þessum tíma enda ekki létt verk að taka ljósmyndir innanhúss að vetri.
Annað sem er óvenjulegt er að fólk situr við hátt borð en venjulega sat fólk og borðaði á rúmum sínum með rúmfjöl sem bakstuðning. Á jólum var hins vegar stundum búið til háborð.
Myndina tók Bárður Sigurðsson frá Höfða í Mývatnssveit ein fjölmargra steríoskóp mynda hans.
Minjasafnið á Akureyri er opið daglega 13-16. Lokað er aðfangadag, jóladag og nýjársdag.
Christmas 1905 at the farm Haganes in Mývatn. Christmas tree in the background with candles.
Akureyri Museum is open daily 13-16. Closed 24.-25. and January 1.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30