Askur. Gripur nr. 1 í skrá Minjasafnsins á Akureyri.
Askur. Gripur nr. 1 í skrá Minjasafnsins á Akureyri.

Jólagjafir eins og nú tíðkast er ekki gamall siður meðal almennings hér á landi. Áður fyrr var jólaglaðningurinn fólginn í tilbreytingu í mat og drykk og var matur betur útilátinn en venjulega. Jafnvel svo að fólk gat ekki klárað skammtinn sinn eða geymdi hann sér yfir daginn. Þessi skammtur fékk meira segja heitið Jólarefurinn. Það er því ekki að ástæðulausu að askasleikir fer á stjá í jólamánuðinum eða að jólasveinarnir séu yfirleitt tengdir mat. Askasleikir er stundum kallaður askaskefill sem er líka skiljanlegt heiti miðað við lýsingar á öskum í hverjum hafði myndast skítaskán sem þurfti að skafa úr með vasahnífnum. Askurinn er séríslensk hönnun sem kom sér einkar vel í torfbæjum og fyrstu tegundum timburhúsa þar sem matar var neytt sitjandi á rúmstokknum. Skálin var notuð fyrir mat og lokið einnig sem diskur. Þessi askur er gripur nr. 1 í aðfangaskrá Minjasafnsins á Sarpur.is. Hann var gefinn af Guðrúnu Sigurðardóttur (1868-1953) og er frá Garðsá í Öngulsstaðahreppi. Óvíst er um aldur hans en er talinn eldri en gefandi.

It was customary in the days leading up to Christmas and during the festivities to treat yourself to better food and larger portions than usual. They were often so large that people couldn‘t eat them all at once or choose to retain them over the day. It is no surprise then that one of the mischievous Icelandic Santa’s steals out of the traditional food container askur. Askur is specific to Iceland and is both a container or a bowl made out of wood where the lid can be used as a plate. It was a very useful artefact in the turf houses and earlier wooden houses where people sat on their beds to consume their meals. This item is Akureyri Museums artefact nr. 1. It comes from Eyjafjörður and is from early 19th century.