Jólasýningarnar í Innbænum vekja verðskuldaða athygli þessa dagana. Heyrst hefur að jólasveinarnir úr Dimmuborgum í Mývatnssveit ætli einhverjir að líta við á Minjasafninu á laugardaginn bæði til að skoða á sýningarnar og syngja.
Nonnahús hefur verið fært í jólabúning og þangað streyma börn síðustu vikurnar úr leik- og grunnskólum. Kannski að þau vilji líta í heimsókn með foreldra sína?
Á Minjasafninu eru nokkrir óþekktir jólasveinar og jólafjallið sem hægt er að gægjast inn í og skoða heimili Grýlu og Leppalúða og barnanna þeirra fjölmörgu.
Opið frá kl. 13 en jólasveinarnir birtast um 14:30 ef þeir hafa lært á klukku.
Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum. – Annars er miðinn á 2000 kr og gildir út árið 2025! Já næsta ár. Og gildir á 7 söfn.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30