Á árunum 2014-2019 gáfu Karl-Werner og kona hans Gisela Schulte-Daxboek Akureyrarbæ  alls 92  Íslandskort úr einkasafni sínu. Kortin eru frá árunum 1500-1800 og eftir helstu kortagerðarmenn Evrópu.  Gisela lést árið 2019 en Karl-Werner var núna í einni af mörgum Íslandsheimsóknum sínum og kom á Minjasafnið þar sem hann og Ragna Gestsdóttir sérfræðingur safnsins skiptust á fróðleiksmolum um kortin en núna stendur yfir sýning á Minjasafninu á úrvali úr gjöf þeirra hjóna.