Fimmtudaginn 3. desember kl. 20 fjallar Valgerður H. Bjarnadóttir um veturinn í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í samtali við gesti, sem ber yfirskriftina "Í vetrarins skammdegishöll." Í ljóðum Davíðs Stefánssonar hefur veturinn sterka táknræna merkingu. Hann er hið ógnandi, deyðandi myrkur og kuldi og hins vegar er hann verndandi fyrir bæði náttúru og manneskju. Á veturnar sjáum við líka stjörnurnar skína og spor hinnar elskuðu í snjónum.Eftir dagskránna gefst gestum kostur á að skoða safnið. Skemmtileg kvöldstund á heimili skáldsins við Bjarkarstíg 6 frá 20-22. Takmarkaður sætafjöldi. Aðgangseyrir kr. 1.200 - munið árskortin