Á sumardaginn fyrsta 2019 færði Guðbjörg Minjasafninu á Akureyri safn sitt til varðveislu. Afhendingin var táknræn og færði Guðbjörg Sigfúsi Karlssyni, formanni stjórnar Minjasafnsins, brúðu úr safninu.
Í tilefni 9 ára afmælis Leikfangasafnsins verður frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum á afmælisdaginn.
Í Friðbjarnarhúsi er einnig ör sýning á munum úr eigu Góðtemplara stúknanna sem störfuðu á Akureyri. Góðtemplarahreifingin var stofnuð í Friðbjarnarhúsinu og starfaði ötullega að byggja upp heilbrigt líferni bæjarbúa án áfengis og tóbaks.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30