Manstu eftir pokanum úr þessari verslun? Manstu hvað þú verslaðir?
Manstu eftir pokanum úr þessari verslun? Manstu hvað þú verslaðir?

Hversdagslegir hlutir geyma minningar og upplifun okkar. Eitt af því eru pokarnir sem við tókum hugsunarlaust í ýmsum verslunum og hjá þjónustuaðilum. Þeir geta vakið upp minningar um það sem í þá rataði eða heimsóknirnar í búðina.

 Plastpokarnir tóku við hlutverki innkaupanetanna og hafa fylgt okkur fram til þessa dags en verða núna hluti af því sem söfn geyma, þ.e. á meðan þeir geymast yfirleitt. Plast er flókinn hlutur að geyma og þó hann eyðist ekki fljótt úr náttúrunni þá skemmast hlutir úr plasti á tiltölulega skömmum tíma. Hver veit nema að þetta sé í fyrsta og síðasta skiptið sem elstu pokar í varðveislu Minjasafnsins á Akureyri verða sýndir?

Komdu og skoðaðu verslunar- og þjónustusögu Akureyrar í plastpokum, þeir eru komnir á netið. Bókstaflega!

Sýningin er opin alla daga í janúar opið 13-16.

Ræktaðu menninguna og keyptu þér aðgang allt árið 2020 að 5 söfnum á aðeins 2200.
Aðgangur að Minjasafninu á Akureyri, Nonnahúsi, Leikfangahúsinu, Davíðshúsi, Laufási og viðburðum á söfnunum.