Það var margt um manninn á MIðaldadögum á Gásum eða hátt í 2000 manns. Ferðalangar, innlendir sem erlendir, brugðu sér aftur til miðalda til að upplifa miðaldir. Brennisteinshreinsun, kolagerð, sverðabardagar, vefnaður, jurtalitun ásamt Guðmundi góða, bátum og margt fleira bar fyrir augu gesta. Það voru glaðir gestir og Gásverjar sem héldu heim eftir vel heppnaða Miðaldadaga þar sem veðurguðirnrir létu ekki sitt eftir liggja til að upplifunin á Gásum yrði sem allra best. Kærar þakkir fá styrktaraðilar okkar, gestir og Gásverjar.