Í gær var undirritað samkomulag milli meirihluta stofnaðila Iðnaðarsafnsins á Akureyri, sem eru Akureyrarbær, Eining-Iðja og Byggiðn - félag byggingamanna, um að fela Minjasafninu á Akureyri að annast rekstur Iðnaðarsafnsins næstu þrjú árin. Samkvæmt samkomulaginu gerir Akureyrarbær þjónustusamning við Minjasafnið um verkefnið og var sá samningur undirritaður við sama tækifæri.
Meginmarkmið samkomulagsins og samningsins eru m.a. að:
Akureyrarbær greiðir árlega 12 m.kr. til verkefna sem kveðið er á um í samningnum, leggur til núverandi húsnæði Iðnaðarsafnsins og greiðir rekstrarkostnað þess. Rekstur Iðnaðarsafnsins verður samþættur rekstri Minjasafnsins, þannig stýrir safnstjóri Minjasafnsins þeim báðum og allt starfsfólk mun koma að rekstri, sýningarhaldi og miðlun á Iðnaðarsafninu. Stjórn Minjasafnsins ber í samræmi við það ábyrgð á daglegum rekstri Iðnaðarsafnsins. Stjórn Iðnaðarsafnsins starfar áfram á samningstímanum en í breyttu hlutverki. Stjórnin tekur þátt í stefnumótun og verður í ráðgjafar- og eftirlitshlutverki gagnvart verkefnum þjónustusamningsins.
Safnið verður í fyrstu opið um helgar kl. 13-16 á meðan starfsfólk gerir breytingar á sýningum. Stefnt er að því að safnið verið opið daglega kl. 13-16 frá og með sumardeginum fyrsta og kl. 11-17 frá 1. júní næstkomandi.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30