Gamli bærinn Laufás í Grýtubakkahreppi er einn mest sótti ferðamannastaður í Eyjafirði og hann heimsækja um 15 þúsund gestir á ári. Bærinn er í eigu Þjóðminjasafns Íslands og Minjasafnið á Akureyri hefur umsjón með honum og sér um rekstur hans. Gamli bærinn er einn af helstu torfbæjum á Íslandi og liggur mikil og löng saga á bak við hann sem starfsmenn Laufás þurfa að kunna skil á og getað miðlað til gesta.
Minjasafnið á Akureyri er eigandi að gamla prestssetrinu þar sem rekin er Gestastofa og minjagripaverslun, en þar er einnig veitingaraðstaða, snyrtingar, móttaka fyrir hópa og upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn um nærliggjandi svæði og Grýtubakkahrepp.
Gamli bærinn og Gestastofan eru opin milli kl. 09 og 17 alla daga vikunnar yfir sumartímann frá 1. júní til 31. ágúst. Starfsmenn vinna öllu jafnan tvær helgar í mánuði.
Auk móttöku gesta/ferðamanna og þjónustu við þá þurfa starfsmenn að sjá um sölu og afgreiðslu í handverks- og minjagripaversluninni,  sjá um þrif á húsum, salernum, kirkju og halda útisvæði snyrtilegu. 

Umsækjendur sendi umsókn og ferilskrá á laufas@minjasafnid.is

Nánari upplýsingar veitir Valdís Viðarsdóttir, staðarhaldari í síma 462-4162 - 895-3172.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl n.k.