Gluggi úr lífhimnu
Gluggi úr lífhimnu
Hvað gerði fólk til að fá birtu í bæinn áður glerið varð aðgengilegt fyrir almenning á Íslandi? Hafið þið heyrt um skjáglugga? Glugga gerðir úr líknarbelg, lífhimnu og fiskiroði? Hvernig bjuggu formæður og forfeður okkar til svona glugga?
Að búa til skjáglugga úr dýraafurðum eins og voru í torfbæjum á Íslandi í gegnum aldirnar var hugmynd sem þróaðist í rannsókna- og tilraunaverkefni og varð að skemmtilegri sýningu.
Velkomin á opnun örsýningarinnar: Krumminn á skjánum, föstudaginn 1. júlí kl. 14.00-16.00 í Gestastofunni í Laufási.
Það er opið alla daga í Laufási frá 11 - 17.