Lengi vel þekktu erlendir kortagerðarmenn lítið til landsins, höfðu mögulega óljósar fregnir af því og færðu hringlaga eyju inn á Evrópukortið. Þegar framliðu stundir breyttist landið úr torkennilegri eldfjallaeyju með sjóskrímslum og furðuverum í kunnuglegt land með stórskorinni strönd. Kortin endurspegla aukna þekking Evrópubúa á umheiminum eftir því sem fram líður. Á kortunum fjölgar örnefnum og upplýsingum skráðum af vísindalegri nákvæmni, sem þó ber fagurfræði þeirra ekki ofurliði.

Kortin eru gjöf þýsku hjónanna dr. Karl-Werner Schulte og dr.Giselu Schulte-Daxboek til íbúa Akureyrar. Þau söfnuðu um áratuga skeið  kortum af Íslandi þar sem landið er eitt og sér myndefni eða hluti af norðurslóðakorta. Sýnd eru 34 kort úr safni 139 korta.

Á sýningunni er hægt að gera sitt eigið kort eða leika sér mað sæskrýsmli á leikborðinu Islandia.

Sýningin opnar á 75 afmælisdegi Akureyrarvinarins dr. Karl-Werner Schulte.