Sjávarútvegur hefur gegnt stóru hlutverki í atvinnulífi Akureyrar um langa hríð. Pollurinn var löngum matarkista Akureyringa en þegar leið að lokum síðari heimsstyrjaldar höfðu Akureyringar hug á að efla bæinn sem útgerðarbæ. Stærsta skrefið í þeirri sögu var þegar Útgerðarfélag Akureyringa var stofnað árið 26. maí 1945. Markmið félagsins var að tryggja stöðuga vinnu, styrkja byggðina og skapa verðmæti. Félagið eignaðist sinn fyrsta togara árið 1947. Seinna bættust við netaverkstæði, söltun, skreiðarverkun og hraðfrystihús.
Sýningin Fiskur úr sjó - Útgerðarfélag Akureyringa í 80 ár opnar á sjómannadaginn, 1. júní, kl. 13.
Bæjarstjóri flytur ávarp. Boðið verður upp á afmælisköku, kleinur og súkkulaði.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30