Í tilefni 60 ára afmælis Minjasafnsins á Akureyri og því að safnið hlaut Íslensku safnaverðlaunin árið 2022 verður aðgangur ókeypis á Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið og Davíðshús á Akureyrarvöku.

Yfirstandandi sýningar eru; Tónlistarbærinn Akureyri, Ástarsaga Íslandskortanna, Akureyri bærinn við Pollinn. Vinsælasta kjörbúð bæjarins, Litla-Kjörbúðin verður opin, hægt að grípa í hljóðfæri, fara í ljósmyndaleik eða bregða sér í búning og heimsækja ljósmyndastofuna eða leikrýmið í Leikfangasafninu.

Leiðsagnir:

Kl. 13:00 – 14:00 Fjölskylduvæn leiðsögn um sýningarnar Ástarsaga Íslandskortanna, Tónlistarbærinn Akureyri með Haraldi Þór safnstjóra.

Kl. 15:00, 16:00 og 17:00. Leiðsögn um leyndardóma Davíðshúss með Svörtum fjöðrum.

Celebrating Akureyri Museum‘s 60th anniversary and receiving the Icelandic Museum Award 2022 we invite you to Akureyri Museum, Nonni‘s house, Akureyri Toy Museum and David Stefansson writers museum for free.

Guided tour of the exhibition’s Antique maps of Iceland – A Love Story and Musical history of Akureyri between 13:00-14:00 at Akureyri Museum and at David’s museum every hour from 15:00 to 17:00.