Í nótt er Jónsmessunótt og það er opið á Minjasafninu fram að miðnætti! Á safninu og í Minjasafnsgarðinum verður ljúf stemning með tónlistarfluttning og ljóðum fram á kvöld.22:00 Djassað á safninu. Magnús Magnússon seiðir fram töfrandi tóna inn í kyngimagnað kvöldið. 23:00 Vandræðaskáldin Sesselía Ólafsdóttir og Vilhjálmur B. Bragason flytja lög við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi í Minjasafnsgarðinum ef viðrar annars inni á safni. Sýningar safnsins eru:Ertu tilbúin, frú forseti? Sýning um frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrv. forseta íslenska lýðveldisinsLand fyrir stafni : Íslandskort frá 1547 – 1808Akureyri : Bærinn við PollinnHver veit nema þú sjáir töfrajurtir eða töfrasteina hér í skóginum í kring, en sagt er að náttúran fyllist yfirnáttúrulegum kröftum þessa nótt!  Verið velkomin