Örtónleikar danskrar stúlknablásarasveitar í Minjasafnskirkjunni á sunnudaginn
25.06.2010
Á sunnudaginn kl 16 til 17 við Minjasafnskirkjuna munu skemmtilegir blásarasveitartónar berast frá 30 stúlkna blásarasveit, Randers Pigegarde. Stúlkurnar eru á aldrinum 12 - 25 ára frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Hljómsveitin kemur oft fram í Randers þar sem hún spilar og marserar en hún hefur einnig ferðast og haldið tónleika víða erlendis. Hljómsveitin mun koma fram fimm sinnum meðan á Akureyrardvölinni stendur.