Raddir fortíðar leika um loftið í húsi við Bjarkarstíg á Akureyri. Þetta er hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús sem hefur staðið óbreytt í hálfa öld. 

Árni Kristjánsson píanóleikari og Páll Ísólfsson tónskáld heimsækja Davíð til að fagna Gullna hliðinu, nýskrifuðu leikriti eftir skáldið. Þeir óttast að Davíð taki ekki vel í fréttirnar sem þeir þurfa að færa honum frá leikhúsinu fyrir sunnan.

En það eru annarlegri hlutir á seyði þetta kvöld og fleiri raddir á sveimi. Davíð tekst á við ástina sem aldrei gat orðið og einmanaleikann sem virtist alltaf koma aftur. 

Söngur hrafnanna er hljóðverk þar sem öllum aðferðum útvarpsleikhússins beitt til að sýna Davíð og samferðafólk hans með listrænum og manneskjulegum hætti.

Persónur og leikendur:
Davíð: Ólafur Darri Ólafsson
Páll: Hannes Óli Ágústsson
Árni: Hilmir Jensson 
Hulda: María Pálsdóttir
Gerda: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir


Verkið var unnið í samvinnu við Leikfélag Akureyrar og Minjasafnið á Akureyri og var frumflutt sem hljóðinnsetning í Davíðshúsi á 50 ára dánarafmæli Davíðs Stefánssonar 1. mars sl.