Þau eru nokkur handtökin við að setja saman orgel, þótt það sé smágert.
Þau eru nokkur handtökin við að setja saman orgel, þótt það sé smágert.

Á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri leikum við okkur með að setja saman orgel, pípu fyrir pípu, raða nótum og tengja við vindhlöðu, setja saman orgelhúsið og auðvitað prófa hljóðfærið.

Í lokin flytjum við saman ævintýri fyrir orgel og sögumann sem samið var sérstaklega fyrir orgelið.  

Orgelkrakkar er stórfróðlegt og skemmtilegt verkefni  sem hefur notið mikillar velgengni í Evrópu undanfarin ár. 

Orgelið sem um ræðir er afar einfalt að gerð, lítið og nett og stærðin passar börnum vel. Það kemur í bitum eða kubbum og er til þess gert að taka í sundur og setja saman aftur. Svona eins og úr legó eða trékubbum. 

Það er organistinn Sigrún Magna Þórsteinsdóttir sem stjórnar þessari stund sem tekur klukkutíma og ætluð krökkum á aldrinum 7-12 ára. 

Aðgangur ókeypis – Viðburðurinn er styrktur af Norðurorku og SSNE.

Takmarkaður fjöldi – skráning á minjasafnid@minjasafnid.is