Það er upplagt að líta við á söfnunum í Innbænum og perlu safnaflórunnar Davíðshúsi.
Í Davíðshúsi verður opið frá kl. 13 en leiðsagnir kl. 14, 15 og 16 yfir daginn. Komdu og skoðaðu leyndardóma Davíðshúss.
Í Innbænum er opið í Leikfangahúsinu frá kl. 12. Þar er upplagt að upplifa æskuna í gegnum leikföngin sem fylla húsið.
Í Minjasafninu er í undirbúningi sýning um tónlist á Akureyri og af því tilefni sýnum við 30 mínútna tónlistarmyndband sem Ríkisútvarpið tók upp með hljómsveit Ingimars Eydal víða um Akureyri árið 1968. Veröld kortanna er auðvitað á sínum stað með Islandia leikborðinu. Akureyri bærinn við Pollinn á neðstu hæðinni en sýning á listaverkum Elísabetar Geirmundsdóttur á efstu hæðinni.
Í Nonnahús er alltaf gaman að koma og kynnast rithöfindinum og fjölskyldunni sem þar bjó.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30