Innbærinn að hausti
Innbærinn að hausti

Það er upplagt að líta við á söfnunum í Innbænum og perlu safnaflórunnar Davíðshúsi.

Í Davíðshúsi verður opið frá kl. 13 en leiðsagnir kl. 14, 15 og 16 yfir daginn. Komdu og skoðaðu leyndardóma Davíðshúss.

Í Innbænum er opið í Leikfangahúsinu frá kl. 12. Þar er upplagt að upplifa æskuna í gegnum leikföngin sem fylla húsið.

Í Minjasafninu er í undirbúningi sýning um tónlist á Akureyri og af því tilefni sýnum við 30 mínútna tónlistarmyndband sem Ríkisútvarpið tók upp með hljómsveit Ingimars Eydal víða um Akureyri árið 1968. Veröld kortanna er auðvitað á sínum stað með Islandia leikborðinu. Akureyri bærinn við Pollinn á neðstu hæðinni en sýning á listaverkum Elísabetar Geirmundsdóttur á efstu hæðinni. 

Í Nonnahús er alltaf gaman að koma og kynnast rithöfindinum og fjölskyldunni sem þar bjó.