Safnaklasi Eyjafjarðar samanstendur af 20 söfnum og sýningum. Söfnin eru með fjölbreyttar sýningar enda eru aðilar safnaklasans fjölbreytt lista-, sögu- og náttúrugripasöfn.
- Siglufjörður: Síldarminjasafn Íslands og Þjóðlagasetrið á Siglufirði
- Ólafsfjörður: Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar
- Dalvík og Svarfaðardalur: Byggðasafnið Hvoll á Dalvík og Friðland fuglanna Svarfaðardal
- Hrísey: Holt – Hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey og Hús Hákarla Jörundar
- Grýtubakkahreppur: Gamli bærinn Laufás og Útgerðarminjasafnið á Grenivík
- Akureyri: Amtsbókasafnið á Akureyri, Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Leikfangasýning í Friðbjarnarhúsi, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Mótorhjólasafn Íslands, Nonnahús og Sigurhæðir.
- Eyjafjarðarsveit: Smámunasafn Sverris Hermannssonar Sólgarði
Sýningin stendur í allt sumar og er opin á opnunartíma Menningarhússins Hofs á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30