Nú um helgina er síðasta tækifærið til að skoða ljósmyndasýninguna MEÐ AUGUM FORTÍÐARLaugardaginn 1. nóvember kl. 14:30 mun Hörður Geirsson leiða gesti í allan sannleikann um ljósmyndatæknina sem notuð var á tímabilinu 1850 -1880 og var kölluð votplötutækni. Hann hefur tekið myndir af heimabæ sínum með þessari tækni og á sýningunni má sjá afraksturinn.