Afmælisgangan að þessu sinni verður tileinkuð einu ástsælasta þjóðskáldi Íslendinga, Matthíasi Jochumssyni. Gengið verður frá Minjasafnskirkjunni á Akureyri, þar sem Matthías átti sín fyrstu spor á Akureyri og endað að Sigurhæðum, þar sem Matthías bjó síðustu æviárin. Gísli Sigurgeirsson, sagnaþulur, leiðir gönguna og fræðir göngugesti um skáldið og mannvininn Matthías Jochumsson, en líf hans var samtvinnað sögu Akureyrar.
Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30