Ertu í vandræðum með að hnýta slifsi eða festa húfu, kannski reima upphlutinn?
Félagar í Þjóðháttafélaginu Handraðanum aðstoða konur og karla við að klæðast þjóðbúningum á Minjasafninu á Akureyri 17. júní milli 10:30 og 12:30.
Fjallkonan verður skrýdd upp úr hádegi og síðan heldur hersingin upp í Lystigarð þaðan sem gengið verður fylktu liði niður í bæ í skrúðgöngunni
Notum og njótum þjóðbúninga
Verið hjartanlega velkomin
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30