Upp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri og garði þess spretta nú skrímsli sem eiga fætur sínar og hala að rekja til landakorta sem eru á sýningunni Land fyrir stafni- Íslandskort 1547-1808. Skrímslin ætla að ganga á land fimmtudaginn 26. júní kl. 20 við Minjasafnstjörnina á Akureyri. Þar sem sæskrímsli eiga erfitt með að hreyfa sig á landi verður þeim hjálpað síðasta spölinn á Minjasafnið þar sem þau taka sér nú bólfestu á sýningunni. Gengið verður í hersingu við hljómfagra tónlist með  dansandi hreyfilistafólki , blásurum, trumbuleikurum og ýmsum smáskrímslum.Enginn aðgangseyrir.

Þessi skrímslalæti eru unnin í samstarfi við Skapandi sumarstörf Akureyrarbæjar, trubuleikarana Jón Hauk og Hjört, Volla blásara, hreyfilistafólkið Camilo, Urði og Birnu. Anne Balanant sér um tónlistina en Brynhildur Kristins klæðir skrímsli sem Anna Richards hefur taumhald á. Þórarinn Blöndal er yfirsæskrímslahönnuður verkanna á sýningunni.

Brostu framan í skrímslin fimmtudaginn 26. júní kl. 20 á Minjasafninu á Akureyri.