Húsin í Innbænum eru mörg kennd við danska kaupmenn sem versluðu þar lengi framan af og fluttu með sér erlenda menningarstrauma. Sumir voru áhugasamir um tónlist og leiklist eins og sá ferðugi hljóðfæraleikari faktor Mohr og leikhúsáhugamaðurinn Bernhard August Steincke. Á Akureyri voru hús kennd við Höepfner, Túliníus og Friðrik Gudmann sem gaf Akureyringum hús undir spítala. Og ekki má gleyma þeirri mætu konu Vilhelmínu Lever, dugnaðarforki, verslunareiganda og hótelhaldara sem varð fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í opinberum kosningum 1863.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa