Helgi Þórsson og Beate Stormo, áhugafólk um forn fræði og miðaldafólk á Gásum í Eyjafirði munu veita innsýn í klæðað Sturlunga. Dæmi verða tekin úr texta Sturlungu og Laxdælu til að komast að því hvað þótti fínt eða ófínt, hvert litavalið var og samanburður gerður við nútímaklæðnað. Beate mun sýna klæðnað sem hún hefur saumað fyrir miðaldamarkaðinn á Gáum og þeir verða bornir saman við klæðnað Sturlunga.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30