Tónlistarorkuvagninn rúllar inn á sýninguna Tónlistarbærinn Akureyri. Minjasafnið á Akureyri hlaut nýverið styrk úr samfélagssjóði Norðurorku til að efla safnfræðslu á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri. Inn á hana rúllar fljótlega Tónlistarorkuvagninn með ýmiskonar hljóðfærum til notkunar fyrir alla sýningargesti en einkum fyrir safnfræðsluhópa. Að sýningu lokinni færum við, og Norðurorka, Tónlistarskólanum á Akureyri þau til notkunar í skapandi starfi í grunnskólum bæjarins. Takk kærlega fyrir okkur Norðurorka.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30