Tónlistarorkuvagninn rúllar inn á sýninguna Tónlistarbærinn Akureyri. Minjasafnið á Akureyri hlaut nýverið styrk úr samfélagssjóði Norðurorku til að efla safnfræðslu á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri. Inn á hana rúllar fljótlega Tónlistarorkuvagninn með ýmiskonar hljóðfærum til notkunar fyrir alla sýningargesti en einkum fyrir safnfræðsluhópa. Að sýningu lokinni færum við, og Norðurorka, Tónlistarskólanum á Akureyri þau til notkunar í skapandi starfi í grunnskólum bæjarins. Takk kærlega fyrir okkur Norðurorka.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30