Söfnin í Innbænum, gömlu Akureyri eru Minjasafnið, Nonnahús og Leikfangahúsið auk Minjasafnskirkjunnar. Umhverfi safnsins, Minjasafnsgarðurinn, er tilvalinn áningarstaður með nestisaðstöðu.
Á Minjasafninu eru sýningarnar Land fyrir stafni - Íslandskortasafn Schulte 1528-1848, Tónlistarbærinn Akureyri, Akureyri bærinn við Pollinn, Ljósmyndastofa fermingarbarna. Það er margt að bralla á safninu annað en að skoða. Líttu við í stofu kortagerðarmannsins eða leiktu þér að sjóskrímslunum á Islandia leikborðinu. Sláðu taktinn á tónlistarsýningunni eða prófaðu langspil.
Minjasafnið og Leikfangahúsið eru opin 11-17 frá 7. júní en vegna framkvæmda við Nonnahús opnar þar ekki fyrr en síðar í júní.
Í Laufási er opið frá 11-17.
Í Davíðshúsi er boðið upp á dásamlegar leiðsagnir frá þriðjudegi til laugardag kl. 13 - 14 & 15. Panta þarf miða á minjasafnid@minjasafnid eða í gegnum facebook síðu Davíðshúss.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30