Söfnin í Innbænum, gömlu Akureyri eru Minjasafnið, Nonnahús og Leikfangahúsið auk Minjasafnskirkjunnar. Umhverfi safnsins, Minjasafnsgarðurinn, er tilvalinn áningarstaður með nestisaðstöðu. 

Á Minjasafninu eru sýningarnar Land fyrir stafni - Íslandskortasafn Schulte 1528-1848, Tónlistarbærinn Akureyri, Akureyri bærinn við Pollinn, Ljósmyndastofa fermingarbarna. Það er margt að bralla á safninu annað en að skoða. Líttu við í stofu kortagerðarmannsins eða leiktu þér að sjóskrímslunum á Islandia leikborðinu. Sláðu taktinn á tónlistarsýningunni eða prófaðu langspil.

Minjasafnið og Leikfangahúsið eru opin 11-17 frá 7. júní en vegna framkvæmda við Nonnahús opnar þar ekki fyrr en síðar í júní.

Í Laufási er opið frá 11-17.

Í Davíðshúsi er boðið upp á dásamlegar leiðsagnir frá þriðjudegi til laugardag kl. 13 - 14  & 15. Panta þarf miða á minjasafnid@minjasafnid eða í gegnum facebook síðu Davíðshúss.