Sumarlestur
Akureyri - bærinn minn
Bóklestur
Annað af megin markmiðum námskeiðsins er að börnin lesi sér til ánægju í allt sumar. Krakkarnir
setja sér markmið í samráði við foreldra/forráðamenn um hvað þau ætla að lesa í sumar.
Hljóðbækur telja líka hjá þeim sem nýta sér þær til aðstoðar í lestri. Í hvert sinn sem börnin taka
bók á bókasafninu fá þau þátttökumiða sem þau fylla svo út og skila inn á bókasafnið í þar til
gerðan kassa. Miðinn er svo happdrættismiði en dregin verða út nokkur verðlaun á
uppskeruhátíð ,,Skoppaðu á bókasafnið” laugardaginn 27. ágúst. Miði er því sannarlega möguleiki!
Akureyri -bærinn minn.
Hitt meginmarkmiðið er að efla færni barnanna í að lesa í minjar, umhverfi, sögu og listir. Farið
verður í heimsókn í söfn og skoðunarferðir um nánasta umhverfi. Alla dagana er einnig fengist við
sköpun á fjölbreyttan hátt. Í lokin fá allir viðurkenningu fyrir þátttökuna og bókaverðlaun.
Í ár ætlum við að taka þátt í samstarfsverkefni með Van Buren District Library’s Antwerp Sunshine
Library í Mattawan, Michigan og verður það kynnt sérstaklega við upphaf námskeiðs.
Þetta er ellefta árið í röð sem Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri standa að námskeiðinu.
Námskeiðið er ætlað krökkum Vikur í boði
Vika 1 (6. - 10. júní) kl. 09:00-12:30
sem eru að klára 3. og 4. bekk. Vika 2 (20. - 24. júní) kl. 09:00 - 12:30
Vika 3 (27. júní - 1. júlí) kl. 09:00 - 12:30
SKRÁNING
Í ár fer öll skráning á námskeiðið fram rafrænt í gegnum heimasíðu barnadeildar
Amstbókasafnsins eða heimasíðu Minjasafnsins.
Vefslóðin er www.barnastarf.akureyri.is eða http://minjasafnid.is. Á forsíðunni er vel merktur
hlekkur sem valin er og þá kemur skráningarformið upp. Hafa ber í huga að fylla þarf út alla reiti
til að hægt sé að senda umsóknina inn.
Skráningarfrestur er til 1. júní 2011 en eftir það lokast fyrir skráningarformið á netinu.
Hámarksfjöldi í hvern hóp eru 20 börn, fyrstur kemur, fyrstur fær, því er um að gera
að vera tímanlega í að skrá þátttöku.
Allar nánari upplýsingar um skráningu veitir Inga Magga barnabókavörður. Bæði er
hægt að hafa samband við hana símleiðis, númerið er 460-1257, á mánudaga frá
9:30-13:00, frá 9:30-14:00 þriðjudaga til fimmtudags og á föstudaga frá 9:00-12:00
eða með því að senda póst á netfangið ingibjorg@akureyri.is
Hlökkum til að sjá ykkur í sumarlestrinum
Inga og Sirrý
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30