Gamli bærinn í Laufási opnar dyrnar upp á gátt sunnudaginn 30. maí kl 9. Leiðsögn verður um bæinn kl 14 þar sem meðal annars verður fjallað um viðgerðir þær sem þar hafa staðið yfir. Baðstofan sem var hjartað í hverjum sveitabæ er nú tilbúin og því ánægjulegt fyrir gesti að geta gengið þar um á ný. Kaffihlaðborð verður frá kl 14 til 17 í gamla Presthúsinu.  Gamli bærinn í Laufási er opinn í sumar daglega frá kl 9-18 til 12. september.  Gamli bærinn í Laufási er í umsjón Minjasafnsins á Akureyri en í eigu Þjóðminjasafns Íslands , sem stendur fyrir endurbótum á honum.