Dagskráin hefst í kirkjunni kl 13:30 þar sem sr Bolli Pétur Bollason stýrir fjölskyldusamveru . Að henni lokinni verður fólk að störfum í Gamla bænum. Unnið verður úr undirstöðu matarræðis Íslendinga fyrr á öldum, mjólkinni. Kynnt verður undir hlóðum og bakaðar gómsætar lummur. Gestum og gangandi verður boðið að smakka á ýmsu góðgæti sem unnið verður í gamla bænum s.s. nýgerðri smjörklípu á heimabökuðu rúgbrauði og nýgerðu skyri. Á hlaðinu verður heypskapur í fullum gangi og danshópurinn Vefarinn stígur dans eftir að honum lýkur.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30