Nú hafa öll söfnin sem heyra undir Minjasafnið, nema Smámunasafnið, hafið sumarstarfið.
Opið er daglega frá 11-17 á Minjasafninu, Nonnahúsi, Leikfangasafninu, Minjasafnskirkjunni, Iðnaðarsafninu og í Laufási.
Opið er þriðjudag til laugardags frá 13-17 í Davíðshúsi en leiðsögn er um húsið kl. 16.
Smámunasafnið opnar 19. júní og er opið miðvikudag til sunnudags frá 13-17. Kýrin Edda er hins vegar til sýnis allan sólarhringinn.
Það hefur aldrei verið jafn ódýrt að bregða sér á söfnin sem heyra undir Minjasafnið. Þótt söfnin séu orðin 7 þá hefur miðaverðið í raun lækkað milli ára. Þannig kostar einstök heimsókn nú 357 kr. í stað 460 kr. ef öll söfn eru heimsótt! Við viljum að þú komir sem oftast í heimsókn.
Miðinn kostar 2500 kr. en gildir út árið. Ókeypis er fyrir börn 17 ára og yngri og fyrir öryrkja. Ellilífeyrisþegar fá miðann á 1700 kr.
Í sumar verða þrjár nýjar sýningar á Minjasafninu: Einstök Íslandskort 1535-1849 – Schulte kortasafnið – 17.júní 1944 ljósmyndir frá lýðveldishátíðinni á Akureyri – Með lífið í lúkunum – Hvað er í gemsanum þínum? Þá er hver að verða síðastur til að skoða sýninguna Tónlistarbærinn Akureyri. Það er líka alltaf eitthvað nýtt á Akureyri bærinn við Pollinn.
Fjölbreytt viðburðarflóra
Fjölmargir viðburðir verða næstu mánuði og er þetta ekki tæmandi talning:
Í júní verður bátasmiðja á Iðnaðarsafninu og , tónlistarsmiðja á Minjasafninu fyrir börn.
Í Laufási verður mikið um að vera á starfsdegi 23. júní þar sem félagar úr Þjóðháttafélaginu Handraðinn og danshópur Vefarans leika á alls oddi. 24. júní verður Jónsmessugleði í Laufási með tónleikum ungs listafólk, markaði, hestum og fróðleik.
Í 9. júlí eru tónleikar Tríó Kristjáns Edelstein ásamt söngkonunni Eik á Minjasafninu. Daginn áður verður Teitur Magnússon með tónleika í Davíðshúsi 8. júlí.
Vefarinn verður svo aftur á dansskónum á hlaðinu í júlí og ágúst.
Gunnlaugur Briem og Kristján Edelstein verða með tónleika á Minjasafninu í ágúst.
Svo nokkuð sé nefnt. Fylgist með á samfélagsmiðlum og heimasíðunni okkar akmus.is
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 11-17
Laufás opið daglega 11-17 til 15. september
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-17
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30