Nú líður að lokum sýningarinnar Í skugganum sem segir sögu 10 kvenna sem voru frumkvöðlar í ljósmyndun á árdögum ljósmyndunar í konungsríkinu Danmörku. Konurnar störfuðu allar sjálfstætt sem ljósmyndarar á mismunandi tímabilum frá 1872 og fram til 1925. Þar á meðal eru Nicoline Weywadt á Austurlandi og Anna Schiöth á Akureyri.
Sunnudaginn 19. desember segja Hörður Geirsson og Haraldur Þór Egilsson frá efni sýningarinnar.
Sýningin er styrkt af Safnasjóði.
Minjasafnið á Akureyri - Nonnahús - Leikfangahúsið - Laufás: Daglega kl. 11-17
Davíðshús: Leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 þriðjudegi til laugardags
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30.