Hátt í 70 gestir komu á safnið um helgina til að sjá þjóðbúninga og þjóðbúningahluta, hlusta á erindi og fá greiningu á ýmsu tengdu þjóðbúningi. Námskeiðið í undirpilsagerð gekk vel með styrkri handleiðslu Oddnýjar Kristjánsdóttur, klæðskera og kennara hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Við þökkum Heimilisiðnaðarfélagi Íslands kærlega fyrir samstarfið og gestum safnins fyrir góða heimsókn.