Það verður líf og fjör í Laufási sunnudaginn 23. júní þegar Þjóðháttafélagið Handraðinn og Dansfélagið Vefarinn gæða gamla bæinn í Laufási lífi milli 14 og 17.
Fjörið hefst með sýningu spariklæddra félaga úr Dansfélaginu Vefarinn á hlaðinu fyrir framan Laufás. Þar verða sýndir þjóðdansar með tilheyrandi söngvum og jafnvel boðið upp í dans.
Á hlaðinu verða sýnd handtökin við að slá með orfi og ljá og heyið bundið eftir kúnstarinnar reglum. Á útihlóðum verður band jurtalitað og flatbrauð steikt. Innandyra verður handverksfólk að störfum. Kannski sér einhver framtíðina í kaffibollanum.
Verið hjartanlega velkomin í Laufás á fyrstu þjóðháttahátíð sumarsins.
Munið að safnapassinn gildir út árið. Ókeypis fyrir yngri en 18 ára.
Hvar: Gamli bærinn Laufás – Grýtubakkahreppi
Hvenær: sunnudaginn 23. júní kl. 14-17
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 11-17
Laufás opið daglega 11-17 til 15. september
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-17
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30