Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans Ísland í myndum var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit.
Gefin var út bók um Vigfús Sigurgeirsson í tengslum við sýninguna í Þjóðminjasafninu 2008 sem ritstýrt er af Ingu Láru Baldvinsdóttur sýningarstjóra. Í Bókinn eru fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólaf Georgsson, fagstjóra þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands; dr. Christiane Stahl, forstöðukonu Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln; Írisi Ellenberger, sagnfræðing; Lindu Ásdísardóttur, safnvörð við Byggðasafn Árnesinga, og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Bókin er til sölu í safnbúð Minjasafnins á Akureyri, Þjóðminjasafnsins og í bókaverslunum.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa