Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans Ísland í myndum var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit.
Gefin var út bók um Vigfús Sigurgeirsson í tengslum við sýninguna í Þjóðminjasafninu 2008 sem ritstýrt er af Ingu Láru Baldvinsdóttur sýningarstjóra. Í Bókinn eru fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólaf Georgsson, fagstjóra þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands; dr. Christiane Stahl, forstöðukonu Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln; Írisi Ellenberger, sagnfræðing; Lindu Ásdísardóttur, safnvörð við Byggðasafn Árnesinga, og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson.
Bókin er til sölu í safnbúð Minjasafnins á Akureyri, Þjóðminjasafnsins og í bókaverslunum.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30