Tónatrítl er hugljúf tónlistarstund ætluð börnum á aldrinum 0-3 ára og foreldrum þeirra. Um er að ræða 40 mínútna samverustund í söng, hreyfingu og dansi sem söngkonan og tónlistarkennarinn Ösp Eldjárn leiðir. Notast verður við íslenskar þulur og barnagælur sem og frumsamin lög og texta í bland við erlend, sem Ösp hefur þýtt og heimfært á íslenska vísu.
Tónatrítl verður í sýningarsal Minjasafnsins á Akureyri þar sem fjallað er um tónlist á Akureyri. Hver veit nema að í tríll hópnum leynist stjarna framtíðar?
Velkomin á mánudagsmorgnum:
18. júlí kl. 9:30
25. júlí kl. 9:30
8. ágúst kl. 9:30
15. ágúst kl. 9:30
Verkefnið er stutt af Barnamenningarsjóði.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Iðnaðarsafnið - opið daglega kl. 13-16
Lokað aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30
Gamli bærinn í Laufási, Davíðshús, Leikfangahúsið, Smámunasafnið - lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa